Skilmálar

Skilmálar vegna áskriftar á auglýsingum og markaðssetningu á vef Icelandicinfo.is sem er upplýsingavefur fyrir ferðamenn sem heimsækja Ísland.

Icelandic info er vefur sem að sérhæfir sig í markaðssetningu fyrir erlenda sem innlenda ferðamenn og er vel kynntur á internetinu og kemur t.d. oft fyrir við leit á leitarvélum eins og áskrifanda var kynnt í sérstakri kynningu við kaup á áskrift. Jafnframt kynnir Icelandic info viðskiptavini sína á Facebook og prentar m.a. kynningar sem liggja frammi á ferðamannastöðum og víðar þar sem vísað er á vefinn.

Skv. áskriftarskilmálum þessum, lofar seljandi áskriftar skv. útsendum reikningi, hér eftir nefndur Icelandic info að veita áskrifanda, hér eftir nefndur notandi fulla heimild til þess að vera áskrifandi á vefjum Icelandic info. Icelandic info mun markaðssetja hér eftir sem hingað til vefsíðu Icelandic info víða um heim og koma fyrirtæki notanda sem er í áskrift, þannig á framfæri gagnvart ferðamönnum.

Notandi lofar að halda þjónustuaðila óábyrgum gagnvart lögsóknum eða kostnaði, þ.á.m. eigin málskostnaði og kostnaði við vörn vegna mála er upp kunna að koma vegna vefsvæðis hans og innihald þess enda er sú heimasíða sem að notandi kynnir á vefjum Icelandic info rekin af óskyldum aðilum.

Ekkert í þessum samningi skal skilið þannig að Icelandic info sé samstarfsaðili, útgefandi eða í ritstjórn varðandi innihald vefsvæðis notanda. Báðir aðilar viðurkenna og samþykkja að Icelandic info beri enga ábyrgð á innihaldi vefsvæðis notanda, hvorki í máli eða myndum. Eina meðhöndlun Icelandic info á vef notanda er tæknilegs eðlis og sérstaklega vegna markaðssetningar og framsetningar á efni notanda svo það skili sér vel í kynningu gagnvart þriðja aðila og lýsi sem best starfsemi notanda.

Notandi samþykkir að greiða það gjald sem sett var fram við skráningu vefhýsingar og kynningar hans við upphaf skráningar. Áskrift fyrir vefhýsingu skal greidd fyrirfram fyrir hvert tímabil sem eru fjórir mánuðir í senn vegna þess að sumir aðilar gera út á þjónustu við ferðamenn að vetri sumir að sumri eða allt árið. Uppsagnafresti lýkur þremur vikum áður en áskrift líkur og sé ekki tilkynnt um uppsögn, endurnýjast áskriftins sjálfkrafa um næstu fjóra mánuði. Landslög og venjur gilda um innheimtu reikninga, þ.m.t. varðandi innheimtukostnað og dráttarvexti. Engin önnur þjónusta eða aðstoð er innifalin í gjöldum fyrir áskriftina en sú sem kynnt er hér að ofan varðandi kynningu á fyrirtæki áskrifanda. Ekki er innheimt fyrir uppfærslur eða breytingar á myndum eða textum.

Icelandic info áskilur sér rétt til að hafna eða loka fyrir þjónustu án fyrirvara telji hann notanda hafa brotið gegn skilmálum þessum. Notandi hefur í því tilfelli enga kröfu á endurgreiðslu fyrir greidda þjónustu.

Icelandic info heldur í heiðri tjáningarfrelsinu. Vefsvæðið sem notandi hefur til umráða á síðum Icelandic info fær að halda sér óáreitt svo framarlega sem innihald þess brýtur ekki í bága við landslög svo sem eins og  lög nr. 30/2002 14. gr.  eða önnur lög. Vitneskja/grunur um að ólöglegt efni sé vistað á vefsvæði notanda mun leiða til umsvifalausrar lokunar á þjónustu og er notandi ábyrgur fyrir öllu innihaldi vefsvæða sinna eins og að framan greinir. Notandi staðfestir að hann muni fara eftir skilmálum þessum að öllu leiti við beiðni um áskrift og samþykkir þannig þáttöku sína að fullu.

Þessi samningur gildir upphaflega í minnst fjóra mánuði en framlengist síðan sjálfkrafa um fjóra mánuð í senn eða þar til annar hvor aðili segir honum upp og samningur gildir almennt í eitt ár nema annað sé tekið sérstaklega fram og greiðslur eru þrisvar á ári. Uppsögn má fara fram með tölvupósti frá netfangi sem sannanlega er í eigu viðkomandi eða með öðrum sannarlegum hætti.

Notandi áskriftar og Icelandic info, munu sameiginlega vinna markvisst að því að halda kynningu notanda við eftir bestu getu og endurnýja upplýsingar, myndir og texta eftir þörfum hverju sinni. Markmið með samvinnunni er sú að kynna á sem bestan hátt starfsemi áskrifanda fyrir ferðamönnum.